Hrafnshóll þróar hagkvæmar húsnæðislausnir og sérhæfir sig í að byggja húsnæði á landsbyggðinni. Við byggjum hratt og örugglega !
Súðavíkurhreppur samdi við Hrafnshól haustið 2019 um kaup á þremur íbúðum af fimm sem byggðar verða við Grundarstræti í Súðavík. Nýjatún-leigufélag kaupir tvær íbúðir. Framkvæmdir hófust í desember 2019, og halda áfram þegar vetur konungur losar tökin. Reiknað er með að húsin rísi í apríl 2020 og verði til afhendingar í júní/júlí.
Á Blönduósi byggir Hrafnshóll fimm íbúða raðhús. Kaupandinn er Nýjatún-leigufélag, sem er dótturfélag Hrafnshóls. Sveitarfélagið styður við verkefnið með samningi um skilyrta leigutryggingu á þremur íbúðum. Íbúðirnar verða tilbúnar í byrjun mars 2020 – og eru þá liðnir um fjórir mánuðir frá því framkvæmdir hófust.
Við Strandveg í Vík höfum við byggt 15 íbúðir í fimm raðhúsum. Fyrsta raðhúsið var byggt fyrir Mýrdalshrepp sem hafði frumkvæði að því að koma verkefninu af stað og keypti þrjár íbúðir. Tólf íbúðir fóru í sölu á almennan markað og hafði tilkoma þeirra mikil áhrif á að koma hreyfingu á fasteignamarkaðinn í Vík.
Vefsíðugerð og vefhönnun: Basic Markaðsstofa
Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur