Hagkvæmar
húsnæðislausnir

HNP_6

Íbúðarhúsnæði

Við byggjum íbúðarhúsnæði fyrir kröfuharða notendur á Íslandi. Húsin eru framleidd við bestu aðstæður innanhúss í verksmiðjum birgja okkar erlendis. Íbúðir eru afhentar fullbúnar með innréttingum og tækjum – og frágengnum útisvæðum.

Í hönnun okkar leggjum við mikla áherslu á einangrun húsa, og visthæfi þeirra almennt, svo sem loftskipti og efnisval.

Íslenskir hönnuðir, verkfræðingar og iðnmeistarar eru ábyrgðaraðilar og koma að framkvæmdunum ásamt íslenskum iðnaðarmönnum.

  • íbúðarhúsnæði í samvinnu við sveitarfélög
  • íbúðarhúsnæði til sölu á almennum markaði
  • íbúðarhúsnæði til leigu á almennum markaði
  • traust og hagkvæmt húsnæði á skömmum tíma.

Módul - lausnir

Hvort heldur sem um er að ræða tímabundna stækkun eða varanlegt húsnæði, þá er hægt að laga Wexus módúl-lausnir að þínum þörfum.

  • Starfsmannaaðstaða | mötuneyti
  • Skólar | leikskólar
  • Hótel | ferðaþjónusta
  • Sjúkrastofnanir | öryggisíbúðir

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur