Íbúðarhúsnæði

Það skiptir ekki máli hvar á landinu við byggjum – byggingaraðferðir
okkar henta hvar sem er.

Okkar lausnir falla innan ramma laga og reglugerða um hagkvæmt húsnæði, hvað varðar stærðir og byggingarkostnað.

Við byggjum frá grunni að tilbúnum íbúðum á 4-6 mánuðum.

Öllum íbúðum er skilað fullbúnum, með vönduðum innréttingum, gólfefnum, eldhús- og hreinlætistækjum.

Íbúðarhúsnæði frá Hrafnshóli er gert úr timbur-einingum, sem framleiddar eru við bestu aðstæður í verksmiðju innandyra. Lögð er áhersla á mikla einangrun, góða loftræstingu og visthæfi.

Í samstarfi við sveitarfélög víða um land höfum við byggt húsnæði sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða um hagkvæmt húsnæði; það er að bæði stærðir og byggingarkostnaður er innan þeirra ramma sem settir eru til að uppfylla meðal annars skilyrði um stofnframlög og hæfi til að sækja um hagstæð lán til rekstrar á leiguíbúðum.

Kostir einingahúsa

Kostir þess að byggja úr tilbúnum einingum eru margvíslegir – fyrir utan að framleiðslan er CE merkt og ISO-9001 vottuð.

Einn stærsti kosturinn er byggingarhraði – sem minnkar fjármagnskostnað á byggingartímanum, gerir kleift að reisa hús allt árið um kring og einfaldar utanumhald og stjórnun.

Húseiningar geta verið í framleiðslu meðan unnið er í jarðvinnu og sökklagerð – það stuðlar að styttri byggingartíma og betri nýtingu auðlinda. Við notum norskt sökklakerfi með sem hefur mikla einangrun og er einnig fljótlegt í uppsetningu. 

Meiri gæði fæst með smíði eininga og módula innandyra við bestu aðstæður. Hætta á að raki komist í byggingarhluta er í lágmarki í samanburði við að byggja utandyra við íslenskar aðstæður. Ferlar og gæðakerfi skila meiri gæðum og færri mistökum í framleiðslu.

Við íslenskar aðstæður eru einna mikilvægast að uppsetning hússins fer fram óháð veðuraðstæðum. Vegna þess hversu uppsetningartími er stuttur, er hægt að nota hægviðriskafla að vetrum til að reisa hús, jafnvel þó snjór og frost sé til staðar. Einungis þarf að sæta færis meðan veður er lyngt, og sem mest laust við úrkomu meðan reising hússins fer fram, því er lokað og gert vatnshelt.

Í flestum tilfellum eru gluggar og utanhússklæðningar komnar á einingar og módúla, þannig að lokafrágangur að utan tekur skamman tíma, frá því húsið hefur verið reist

Meiri gæði og betri
nýting hráefnis

Þar sem framleiðsla húseininga og módúla fer fram innandyra, alltaf á sama stað og alltaf framkvæmd af sama sérhæfða starfsfólkinu, eykst framleiðni framleiðslunnar á sama tíma og auðveldara er að gera áætlanir um efnisþörf fyrir hvert verkefni – og ná hagkvæmni í innkaupum. Framleiðsluferlið er ISO-9001 vottað.

Úrgangur frá byggingarsvæðum getur auðveldlega fyllt marga gáma. Með því að húseiningar og módúlar komi tilbúnir á byggingarstað, má minnka sóun byggingarefna verulega og auðvelda flokkun, bæði í verksmiðjunni og á byggingarstað.

Með víðtækri reynslu og mikla þekkingu, smíðum við árið um kring byggingar sem hafa verið hannaðar til að þola erfið veðurskilyrði á Íslandi.
Með áherslu á einangrun, góða loftræstingu og umhverfisvænar lausnir, sköpum við nútímalegar og sjálfbærar íbúðalausnir.
Previous slide
Next slide

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur