Viðskipta- og opinberar byggingar

Módúl lausnir

Módúll, er húseining sem er fullbyggð með gólfi, veggjum og þaki, og búið er að innrétta að nánast að öllu leyti. Módúllinn er full-einangraður, með gluggum og hurðum, búið er að mála, setja upp innréttingar og jafnvel myndir á veggina! Módúlar geta staðið einir sér, eða þeim raðað saman til að mynda stærri heild.

Módúl-lausnir eru svar við ákalli um meiri byggingarhraða, meiri gæði, meiri stöðlun og betri nýtingu mannauðs og hráefna. Módúlar eru framleiddir úr timbri, að öllu leyti innan dyra, við bestu aðstæður.

Þannig er hægt að lágmarka líkurnar á að raki komist í byggingarhluta í samanburði við að byggja utandyra við alls konar aðstæður. 

Vegna þess hversu uppsetningartími er stuttur, er hægt að nota hægviðriskafla að vetrum til að reisa hús, jafnvel þó snjór og frost sé til staðar. Þetta gerir það að verkum að mögulegt er að byggja allt árið um kring.

Mikill sveigjanleiki

Modúl byggingar gefa sveigjanleika í framkvæmdum sem erfitt er að ná fram með hefðbundnum byggingaraðferðum. Hægt er að bæta við eða fjarlægja módúla ef henta þykir. Hægt er að færa módúl byggingar úr stað, breyta, endurnýja og nýta annars staðar.

Sjaldnast er auðvelt að sjá hvort bygging er gerð úr módúlum. Í samvinnu við arkitekt og með notkun utanhússklæðninga er hægt að gera bygginguna þannig úr garði að hún líti út eins og ein heild. Þetta á einnig við þegar módul byggingar eru settar upp sem stækkun við byggingu sem fyrir er.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur