Á Ísafirði byggir Hrafnshóll fjögurra íbúða raðhús við Tungubraut. Þetta er fyrri hluti verkefnisins, en áætlað er að byggja aðrar fjórar íbúðir síðar við Tungubraut 10-16. Framkvæmdir hófust síðla hausts 2020 og áætlað er að íbúðir verði tilbúnar til afhendingar í maí 2021. Eins og annars staðar er íbúðum skilað fullbúnum.