Akranes | Asparskógar 6

Á Akranesi byggjum við 14 íbúða lyftuhús þar sem verða 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2022 og íbúðirnar voru tilbúnar til afhendingar í ársbyrjun 2023. Íbúðunum er skilað fullbúnum með öllum gólfefnum. Eldhús eru fullbúin með innbyggðum kæli- og frystiskáp og uppþvottavél. Böðin eru flísalögð. Gólfhiti er í húsinu. Hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð hússins. Eins og aðrar byggingar okkar er húsið timburhús og verður sérstaklega vandað til þess hvað varðar hljóðvist og brunavarnir. Utanhússklæðning er timbur. Gengið verður frá rafmagni og bílastæðum þannig að auðvelt verði að setja upp hleðslubúnað fyrir rafbíla. Nánari upplýsingar um einstakar íbúðir í húsinu er að finna á fasteignvefum, og einnig má senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 537-9500.

Location

YEAR

Design

Program

More Projects

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur